J.K. Rowling á óútgefið handrit að ævintýri og ætlar kannski ekki að gefa það út

Auglýsing

Rithöfundurinn J. K. Rowling situr á óútgefnu handriti að ævintýri og er ekki viss um að hún muni gefa það út. Hún skrifaði hluta af því á kjól sem hangir inni í fataskáp hjá henni í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Hún segir frá þessu í viðtali við CNN.

Þegar Rowling hélt upp á fimmtugsafmælið sitt bað hún gesti um að koma klæddir eins og sín versta martröð. Sjálf valdi hún að skrifa hluta af handritinu á kjólinn og mæta þannig í partíið og var að eigin sögn „Týnt handrit“.

Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að hún óttast mjög lítil og þröng rými og þaðan kemur hugmyndin að Harry Potter sem bjó í kústaskáp undir stiganum hjá frænku sinni og frænda. Litlum, munaðarlausum dreng sem var troðið í lítið rými og hafði engan talsmann í lífinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram