Jarðskjálfti norður af Siglufirði 4,6 að stærð

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 á richter átti sér stað klukkan eitt í nótt. Norðlendingar sem voru á fótum fundu vel fyrir skjálftanum og eins voru margir sem vöknuðu við hann, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum.

Upptök skjálftans voru rúma 20 kílómetra norður af Siglufirði, á 7,8 kílómetra dýpi. Skjálftinn fannst greinilega á Siglufirði, og einnig á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Sauðarkróki, Skagaströnd, Blönduósi og víðar.

Auglýsing

læk

Instagram