Jay-Z og Beyonce gáfu óvænt út plötu saman

Auglýsing

Tónlistarfólkið Beyonce og Jay-Z komu aðdáendum sínum á óvart í gær og gáfu út nýja plötu saman. Parið fagnaði nýlega 10 ára ástarsambandi. Platan ber heitið „Everything is love” eða „Allt er ást”.

Parið sem kallar sig The Carters hefur áður unnið saman og gefið út lög á borð við Crazy in Love, Bonnie & Clyde og Drunk in Love. Þetta er fyrsta platan í fullri lengd sem þau gefa út saman. Um er að ræða níu laga plötu sem þau unnu að saman en lagalistann má sjá neðst í fréttinni.

Þau eru á tónleikaferðalagi um heiminn þessa dagana og útgáfa plötunnar var tilkynnt á tónleikum í London í gærkvöldi. Í kjölfarið var frumsýnt myndband við lagið APES**T sem má sjá hér að neðan.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni í gegn­um áskrift­arþjón­ustu Ti­dal, sem er í eigu Jay Z.

Auglýsing

Lögin á plötunni:

01.SUMMER
02. APESHIT
03. BOSS
04. NICE
05. 713
06. FRIENDS
07. HEARD ABOUT US
08. BLACK EFFECT
09. LOVEHAPPY

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram