Jolie vill ekki að Pitt verði ákærður, mun ekki vera samvinnuþýð við yfirvöld

Angelina Jolie mun ekki vera samvinnuþýð við yfirvöld ef ákveðið verður að leggja fram ákæru á hendur Brad Pitt vegna meint ofbeldis hans í einkaþotu Jolie og Pitt. Fréttamiðillinn TMZ greinir frá.

Pitt er sagður hafa veist að Maddox, fimmtán ára gömlum syni þeirra, í einkaþotu. Jolie er sögð hafa greint frá því hjá barnaverndaryfirvöldum í Los Angeles að Pitt hafi slegið drenginn í andlitið.

Um þetta ber heimildum þó ekki saman þar sem einnig hefur komið fram að hann hafi veist að honum og Jolie náð að stíga á milli áður en hann náði að slá drenginn.

Sjá einnig: Pitt og Jolie komast að samkomulagi, börnin verða áfram hjá henni en hann fær að koma í heimsókn

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa komist að tímabundnu samkomulagi varðandi börnin þeirra sex. Það snýr að ráðgjöf til fjölskyldunnar og heimsóknum Pitt til barnanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um forsjá barnanna.

Börnin sex, Maddox, Pax, Zahara, Shiloh, Vivienne og Knox verða áfram hjá móður sinni í húsnæði í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirkomulagið mun gilda í tæpan mánuð, eða til 20. október.

Pitt fær að heimsækja börnin og hafa þau Jolie komist samkomulagi að ráðgjafi verður viðstaddur heimsóknirnar. Þá hefur Pitt boðist til að gangast undir áfengis- og vímuefnapróf.

 

Auglýsing

læk

Instagram