Jón Gnarr braut Internetið þegar hann las ummæli Jóns Vals sem Indriði: „HVERJIR BORGA?”

Grínistinn, leikarinn og rithöfundurinn Jón Gnarr gerði allt vitlaust á Twitter í gær þegar hann las upp ummæli Jóns Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara um Hinsegin daga í Reykjavík.

Það var Geir Finnsson sem vakti athygli á ummælum Jóns Vals en hann skrifaði á Twitter að hann myndi borga fyrir það að heyra Jón Gnarr lesa ummælin upp sem Indriði, karakter úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum sem er löngu orðin hluti af menningarsögu Íslendinga.

Sjá einnig: Indriði sneri aftur í áramótaskaupinu, hér er það sem Íslendingum á Twitter fannst um skaupið

Sjá einnig: Kristófer fékk Ólívur á blaði frá sjálfum Þorsteini Guðmundssyni: „Ég sel þetta aldrei”

Jón Gnarr tók áskoruninni og birti myndskeið seint í gærkvöldi þar sem hann les ummæli Jóns Vals upp sem Indriði. Myndbandið er vægast sagt stórkostlegt og hafa viðbrögðin verið eftir því. Yfir 2000 manns hafa sett „like” við myndband Jóns og hafa margir þakkað honum fyrir það.

Sjáðu myndbandið

Geir sjálfur segir að nú geti hann dáið sáttur

Stefán Jökull Sigurðarson tilkynnti Jóni það að hann hefði sigrað Internetið. Þegar hann spurði Jón hvert hann ætti að senda verðlaunin hans benti Jón honum á heimasíðu Samtakanna 78.

Fleiri hafa brugðist vel við myndbandi Jóns

Hér má sjá hinn upprunalega Indriða

 

Auglýsing

læk

Instagram