Jón Gnarr fargaði gjöfinni frá Banksy og sýndi frá ferlinu á Twitter

Jón Gnarr er búinn að láta farga gjöfinni umdeildu sem hann fékk í gjöf frá götulistamanninum Banksy þegar hann var borgarstjóri. Mikil umræða myndaðist eftir umfjöllun um gjöfina í Fréttablaðinu.

Örskýring: Afhverju eru allir að tala um málverk Jóns Gnarr?

Einhverjir vildu meina að verkið væri réttmæt eign borgarinnar á meðan aðrir töldu það milljóna virði og að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Jón sjálfur þvertók fyrir allt slíkt og sagði í færslu á Facebook síðu sinni að þetta væri í raun bara plakat af frægu verki, það væri ekki eins verðmætt og látið hefur verið með í fjölmiðlum.

Í gær greindi hann frá því á Facebook í samráði við eiginkonu sína Jógu Jóhannsdóttur,  að hann hefði ákveðið að farga verkinu við fyrsta tækifæri. Í kjölfarið setti Jón í gang myndaþátt á Twitter sem endaði á myndbandi þar sem maður pússar ytra lagið af álplötunni, sem verkið var prentað á, með slípirokk.

Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina en að hann ætlaði að fara því þar sem það færði honum enga gleði lengur.

Sjáðu myndbandið hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram