Listamannaspjall í Listasal Mosfellsbæjar

Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar sl. Claire Paugam sjálf verður með listamannaspjall laugardaginn 26. febrúar nk. kl. 14-15. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

 Meira um verkin:

Hugmyndin að verkunum er byggð á athugunum Claire á undirmeðvitundinni og þá sérstaklega hvort þar ríki regla eða óregla. Einnig liggur að baki verkunum vangaveltur um hvert hugurinn fer þegar hann er ekki á sama stað og líkaminn.

Ganga þarf bókstaflega í gegnum eitt verkanna til að komast inn á sýninguna og er það hugsað sem gátt inn í sýningarrýmið. Á sýningunni er líka önnur gátt sem leiðir styttra en þó að öðru verki. Á milli gáttanna tveggja eru flekar á hjólum sem breyta ásýnd gólfsins á listasalnum og brjóta upp þá heild. Saman kallast þessi verk Á milli inni í mér. Hitt verkið á sýningunni er dagbækur undirmeðvitundarinnar sem er sería af stafrænum klippimyndum þar sem undirmeðvitundin fær að ráða lokaútlitinu.

Auglýsing

læk

Instagram