today-is-a-good-day

Jón Gnarr ljóstrar upp um nafnið á óútkominni ævisögu sinni

Grínistinn, leikarinn og rithöfundurinn Jón Gnarr greindi frá því í viðtali við Guðrúnu Gestsdóttur í þættinum Menning á Rúv að hann ætlaði sér að gefa út ævisögu. Það sem meira er þá sagði Jón frá því að sagan ætti að heita. „Ég ætlaði mér alls ekki að gera þetta.“ Skemmtilegt viðtal Guðrúnar við Jón má sjá í heild sinni hér.

Í viðtalinu fer Jón um víðan völl og greinir meðal annars frá því að hann hafi aldrei ætlað sér að verða grínisti. „Ég tók meirapróf og næsta skref hjá mér var rútupróf og vinnuvélaréttindi. Það er mín menntun,“ sagði Jón meðal annars.

Hin ógleymanlega uppistandssýning Jóns; Ég var einu sinni nörd, fagnar nú tuttugu ára afmæli. Að því tilefni ætlar Jón að endurtaka leikinn með einni afmælissýningu í Eldborg. Hann segir undirbúning hafa gengið að mestu vel.

„Ég hef verið að flakka milli ofsatilhlökkunar, hlakka svakalega mikið til. Ég ætla að tala um hvað ég er þroskaður, það er ofboðslega fyndið,“ sagði Jón.

Auglýsing

læk

Instagram