Justin Bieber ekki sáttur við aðdáendur sína sem hrauna yfir nýju kærustuna

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hótaði aðdáendum sínum í morgun að loka á aðgang þeirra að myndunum sínum á Instagram. Þetta gerði hann eftir að aðdáendurnir, hinir svokölluðu Beliebers, byrjuðu að ausa hatri yfir stúlku sem talið er að sé ný kærasta Bieber.

Bieber birti eftirfarandi skilaboð á Instagram þar sem hann segir hatrið vera komið úr böndunum. „Ef þið væruð í alvöru aðdáendur mínir mynduð þið ekki koma svona illa fram við fólk mér líkar við,“ sagði hann.

Á myndinni með honum er Sofia Richie, dóttir söngvarans Lionel Richie og systir Nicole Richie. Þau hafa sést saman undanfarið og aðdáendur poppstjörnunnar hafa ekki tekið því vel.

Sjá einnig: Justin Bieber með fjölbreyttar kröfur, vill tekíla, bjór, nóg af nammi, og lífræna banana

Kvennamál Biebersins eru alltaf milli tannanna á fólki og aðdáendur hans eru þekktir fyrir að taka því einstaklega illa þegar fjölmiðlar fjalla um að hann sé að slá sér upp.

Í sumar hefur Bieber verið orðaður við Haily Baldwin og fyrirsætuna Sahöru Ray og þær fengu eflaust að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. Hann fékk hins vegar nóg af viðbrögðum aðdáenda sinna þegar hann byrjaði að sjást með Sofiu Richie.

Auglýsing

læk

Instagram