Kærir Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli og RÚV fyrir birtingu þeirra

Steinar Berg, fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst stefna Bubba Morthens og RÚV fyrir ærumeiðandi ummæli og birtingu þeirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Steinari Berg.

Bubbi sakaði Steinar um níðingsskap og blekkingar í þættinum Popp- og rokksaga Íslands sem var sýndur á RÚV 13. mars síðastliðinn og verður endursýndur í kvöld.

Steinar segist í samtali við Vísi hafa farið fram á að ummælin yrðu klippt úr þættinum en því var hafnað. „Þegar ég bar svo af mér aðdróttanirnar færðist Bubbi allur í aukana í fullyrðingum sínum,“ segir Steinar.

Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.

Steinar hefur opnað vef þar sem hann hefur tekið saman upplýsingar og gögn sem tengjast samskiptum hans við Bubba Morthens. Á síðunni segist Steinar í upphafi ætlað að láta kyrrt liggja.

„En þegar frá leið sárnaði mér óumræðilega þessi svívirðilega tilraun til þess að sverta mannorð mitt,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram