Kappræðurnar höfðu ekki áhrif á forskot Guðna, með rúmlega 60 prósent fylgi í nýrri könnun

Guðni Th. Jóhannesson ermeð rúmlega sextíu prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Teitur kíkti á kosningaskrifstofu Guðna: „Ertu byrjaður að gera drög að bók um sjálfan þig?“

Davíð óð í Guðna í beinni útsendingu í Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag. Guðni hefur ekki miklar áhyggur af hvort kappræðurnar hafi áhrif á fylgi sitt. „Ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir hann í Fréttablaðinu.

Davíð Oddsson er með 19 prósent fylgi í nýju könnuninni, Andri Snær Magnason með 11 prósent og Halla Tómasdóttir með sex prósent. Sturla Jónsson er með tvö prósent fylgi og aðrir eru með minna.

Auglýsing

læk

Instagram