Guðmundur Franklín með yfirlýsingu í beinni útsendingu

Guðmundur Franklín Jónsson hefur á síðustu vikum verið orðaður við forsetaframboð og hafa stuðningsmenn hans safnað undirskriftum á vefsíðu undir titilinum Guðmundur Franklín Jónsson á Bessastaði 2020. 

„Ég hef ekki tilkynnt opinberlega um framboð til forseta Íslands og ef ég geri það, verður það ekki strax, en veiran setur strik í reikninginn og kosningunum verður kannski frestað,“ sagði Guðmundur Franklín fyrir stuttu í samtali við Stundina

„Fólk er að skora á mig og hefur gert alveg frá áramótum. Ef ég býð mig fram fer það ekki fram hjá neinum, en það kemur í ljós á næstu vikum. Veiran ræður för og ég hlýði Víði.“

Nú hefur Guðmundur boðað til rafræns blaðamannafundar þar sem hann verður með yfirlýsingu í beinni útsendingu. Ætla má að hann muni þar tilkynna framboð sitt til forseta Íslands.

Útsendingin verður í fyrramálið, sumardaginn fyrsta, 23. apríl, kl. 11:00 á Facebook síðu hans https://www.facebook.com/gundifranklin

Auglýsing

læk

Instagram