Klaufar senda óvart niðrandi skilaboð á Snapstjörnur: „Fólk ætti að setja upp gleraugun áður en það velur viðtakendur“

Dæmi eru um að klaufskir Snapchat-notendur áframsendi snöpp frá þekktum Snapstjörnum á stjörnurnar sjálfar ásamt niðrandi skilaboðum sem voru ætluð vinum eða kunningjum. Snapchat hóf nýlega að bjóða notendum upp á þennan möguleika sem virðist vefjast fyrir fólki.

Nokkur umræða hefur skapast um málið meðal vinsælla snappara. Þórunn Ívarsdóttir og Guðrún Veiga Guðmundsdóttir hafa báðar vakið athygli á málinu en þær eru mjög vinsælar á Snapchat.

Nútíminn ræddi við Þórunni, sem segist hafa fengið skilaboð sem líklega ekki voru ætluð henni þar sem viðkomandi talaði mjög niðrandi um útlit hennar og persónu. Þórunn tekur það fram að auðvitað megi fólk vera ósammála skoðunum hennar en niðrandi ummæli sem þessi eigi ekki að líðast.

Það er auðvitað ekkert mjög algengt að fólk sendi þessi skilaboð á mig,“ segir Þórunn.  

En ég geri ráð fyrir því að það sé algengt að fólk sé að senda svona skilaboð sín á milli.

Þórunn hefur brugðið á það ráð að svara beint fólki sem stundar þetta. „

Ég verð mjög leið þegar ég fæ svona skilaboð og fólk er alveg miður sín þegar það fattar hvað það hefur gert,“ segir hún.

Guðrún Veiga vakti einnig athygli á þessu á Snapchat á dögunum en henni hefði þá borist niðrandi skilaboð sem voru líklega ekki ætluð henni. Hún tók í sama streng og Þórunn þegar Nútíminn ræddi við hana í morgun. „Fólk ætti að setja upp gleraugun áður en það velur viðtakendur,“ sagði Guðrún.

Auglýsing

læk

Instagram