Konur borga meira en karlar fyrir sömu vöruna

[the_ad_group id="3076"]

Þann 11. júní nýliðin samþykkti alþingi að lækka bleika skattinn úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra sem sagt úr 24% í 11% og verða þær vörur skilgreindar sem nauðsynjavörur en ekki munaðarvörur.

Þegar hér er rætt um svo kallaða bleika skattinn er verið að ræða um tíðarvörur og getnaðarvarnir fyrir konur sem nær til allra einnota og margnota tíðavara eins og túrtappa, dömubinda, tíðarbikara og allra tegunda getnaðarvarna.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata var fyrsti flutnings­maður frumvarpsins. frumvarpinu var ætlaði að fá það fram að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara og að jafna bilið á milli kynjanna þegar kemur að kosnaði á hreinlætis- og getnaðarvörnum.

Markmiðið er skýrt og geta konur sem karlar fagnað nýjum lögum um bleika skattinn. Samþykki frumvarpsins er mikill sigur fyrir kvenréttindabaráttu Íslendinga en við megum ekki gleyma að vekja athygli á því að tíða- og getnaðarvörur eru ekki einu vörurnar sem falla undir bleika skattinn.

[the_ad_group id="3077"]

Í rannsókn sem gerð var árið 2015 þá kosta kvenmannsföt 7 prósent meira en karlmannsföt og konur borga oftast 7- 13 prósent meira fyrir allskonar snyrtivörur, hreinlætisvörur og fleira.

Árið 2016 fjallaði Ísland í dag um bleika skattinn og tók dæmi úr íslenskum verslunum. „Það sem er ætlað fyrir hana kostar meira en það sem er ætlað fyrir hann“. Vinsælt hefur verið að nota slagorðið „shrink it and pink it“ þar sem vörur eru gerðar bleikar og oft minna af vörunni seld dýrari til kvenna. Hægt er að horfa á þáttinn sem birtur var á Vísi, hér

Auglýsing

læk

Instagram