Engin kona bókuð á Hip Hop viðburði á Menningarnótt: „Hefðu ólíklega haft efni á okkur“

Engin kona var bókuð á Hip Hop viðburði á Menningarnótt í Reykjavík. Tveir Hip Hop viðburðir voru haldnir yfir hátíðina og af 14 atriðum var ekki ein kona sem kom fram.

Reykjavíkurdætur vöktu athygli á þessu á samfélagsmiðlum sínum þar sem þær greindu frá því að það hafi ekki verið haft samband við þær, þrátt fyrir að þær séu besta „up and coming“ hip hop band í Evrópu. Þær bæta því svo við að það hefði verið ólíklegt að skipuleggjendur hefðu haft efni á þeim.

Auglýsing

læk

Instagram