today-is-a-good-day

Króli sér eftir því að hafa skrifað niðrandi texta: „Þekkti ekkert annað rapp en karlmenn að upphefja ofbeldi“

Gamlir rapptextar frá tónlistarmanninum Króla hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum í vikunni. Í textunum er niðrandi orðræða í garð kvenna. Króli varð var við að það væri verið að deila textunum og ákvað að útskýra málið á Twitter í gær. Hann segist sjá eftir því að hafa skrifað þessa texta og að í dag hafi hann snúið stefnu sinni algjörlega við.

„Ég er eki búinn að vera lengi í tónlist, alls ekki, en þegar ég byrjaði hafði ég einhverja fyrirhugaða ímynd um hvernig maður „ætti að rappa“ og hvað maður ætti að rappa um. Ég var einfaldlega alltof fastur í karakter þegar ég byrjaði, ég var að skrifa eins og ég hélt ég ætti að skrifa, hvernig aðrir karlkyns rapparar röppuðu,“ segir hann.

Sjá einnig: Króli mætti hroka og hæðni þegar hann gagnrýndi „blackface” gervi hljómsveitar á Húsavík

Hann segir að textarnir sem verið sé að deila hafi verið skrifaðir þegar enginn hlustaði á hann og JóaP. Hann hafi ekki áttað sig á því að með orðum fylgi afleiðingar. Hann segist sjá eftir því að hafa skrifað þessa texta og að í dag hafi hann snúið stefnu sinni algjörlega við. Það breyti því þó ekki að hann hafi sagt þetta.

Í dag hefur hann tekið meðvitaða ákvörðun um að sleppa textunum á tónleikum. Hann ætlar að halda áfram þeirri stefnu í textum sem hann hefur haldið sig við á síðustu tveimur plötum en á þeim hafi orðið greinileg breyting textalega séð.

„Rauðhærði krakkinn fyrir tveimur árum sem var að blasta Eminem í hettupeysu og var að byrja að skrifa sína fyrstu texta þekkti ekkert annað rapp en karlmenn að upphefja ofbeldi, toxic karlmennsku og hlutgera konur. Ég áttaði mig á þessu því miður of seint,“ skrifar hann.

Auglýsing

læk

Instagram