Spider-Man afhjúpaður!: „Ég hef reynt að halda þessu leyndu“

Spider-Man sem herjað hefur á landann síðustu daga hefur loks verið afhjúpaður! Króli er Spider-Man! Já kæru landsmenn þið lásuð rétt Króli er grímuklædda ofurhetjan Spider-Man.

Formleg tilkynning í myndbandsformi hefur verið send út af The Daily Bugle en myndbandið má sjá hér fyrir ofan!

Króli var í fullum undirbúningi fyrir leynilega sendiför þegar blaðamaður náði tali af honum: „Ég hef reynt að halda þessu leyndu en þetta hefur því miður komið upp og það er bara best að vera ekkert að fela þetta.“

Sést hefur til Spider-Man á víð og dreif um landið síðustu daga t.d. í grennd við Jökulsárlón, Skógarfoss, Stuðlagil og Stokksnes. Vegfarendur voru beðnir um að halda sig frá vettvangi.

Auglýsing

læk

Instagram