Íslendingar óðir í Villibráð – Yfir 32 þúsund gestir

Auglýsing

Miðað við umræðuna í þjóðfélaginu og stöðuna á nýja íslenska bíóaðsóknarlistanum er varla hægt að segja annað en að það séu allir æstir í nýju íslensku kvikmyndina Villibráð. Hún er nú fjórðu vikuna í röð á toppi aðsóknarlistans.

Myndin er áfram á fullri siglingu og situr fjórðu helgina í röð í fyrsta sæti aðsóknarlistans. 8,140 gestir sáu myndina í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 32,334. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf henni fjórar stjörnur og sagði; „…Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár.“

Villibráð hefur fengið einróma lof og þykir mjög fyndin og skemmtileg, sem skýrir líklega hina miklu aðsókn. Samtals eru tekjur myndarinnar komnar upp í 67 milljónir króna frá frumsýningu.

Auglýsing

Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment.

Það eru annars mjög litlar sviptingar á toppi listans þessa vikuna. Allt er óbreytt frá því í síðustu viku og vikunni þar á undan. Avatar: The Way of Water er í öðru sæti, Stígvélaði kötturinn í því þriðja og Babylon í því fjórða.

Nýju myndirnar, The Whale, Maybe I Do og The Fabelmanns fylgja í humátt á eftir ásamt hinni stórskemmtilegu Guy Ritchie mynd Operation Fortune.

Sjáðu listann í heild sinni á vefnum Kvikmyndir.is

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram