Auglýsing

Súrt og svarað í Poppkasti: Þekkir þú frasana?

Manst þú ekki eftir hasarmyndinni Tveir á toppnum? Unglingamyndinni Trufluð tilvera eða Fjandakorninu? Hvað með Bekkjarfélagið? En gætir þú giskað á réttu bíómyndina út frá slagorðum (e. tagline) hennar?

Í nýjum þætti Poppkasts er farið yfir víðan sarp af stórum og misfrægum orðum með eldhressum og frussufyndnum árangri. Vissulega eru það stór orð.

Bíóhlaðvarpið Poppkast hóf göngu sína í vetur, en þar ræða þau Nanna Guðlaugardóttir og Tómas Valgeirsson alls kyns kvikmyndatengd málefni út og inn. Á meðal umfjöllunarefnis má nefna ítarlegar greiningar á kvikmyndunum The Matrix Resurrections, Avatar: The Way of Water, Babylon, Justice League, Everything Everywhere All at Once og sjónvarpsþættina Black Mirror.

„Nú skal tala í tungum, slöggum og slæmum þýðingum og slást um slagorðin. Nanna leggur þraut fyrir Tómas þar sem hún Google-þýðir ýmis misþekkt slagorð (/slagyrði?) úr kvikmyndum. Þá er dýpra kannaður sarpur þýðinga og titla sem hafa brennimerkt sig í okkar séríslensku kúltúrssögu,“ segir í lýsingu þáttarins að neðan

Þættirnir eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum, á meðal þeirra eru Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts, Stitcher ofl.

Sjá einnig: Súrt og svarað – Einn grillaður spurningaleikur

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing