Auglýsing

Napóleonsskjölin á toppnum

Napóleonsskjölin var frumsýnd á föstudag og er í fyrsta sæti á aðsóknarlista kvikmyndahúsa yfir helgina. Villibráð kemur fast á eftir en 5,192 gestir sáu Napóleonsskjölin um helgina, alls 6,692 með forsýningum. Þetta er ögn minni opnun en hjá Villibráð í upphafi árs.

Á opnunarhelgi síðustu bíómyndar Óskars Þórs, Ég man þig (2017) komu 6,203 gestir (7,728 með forsýningum). Ekki er ólíklegt að Napóleonsskjölin nái 40 þúsund gesta markinu.

Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófesssorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir.

Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.

Villibráð er enn á fullri siglingu eftir fimmtu helgi. 7,237 gestir sáu myndina í vikunni (3,662 um helgina), en alls nemur heildarfjöldi gesta 39,571 eftir fimmtu sýningarhelgi. Líklegt verður að teljast að myndin nái langleiðina að 50 þúsund gestum þegar upp er staðið.

Afar sjaldgæft er að íslensk aðsóknarmynd komi í kjölfar annarrar slíkrar. Þó gerðist það 2020, þegar Amma Hófí tók við af Síðustu veiðiferðinni, en báðar fengu mjög góða aðsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing