Óráð handan við hornið

Íslenska hrollvekjan Óráð lendir í kvikmyndahúsum um helgina og er hún fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar. Hann að baki fimmtán ára feril sem kvikmyndatökumaður og hefur skotið þáttaraðir á borð við Hreinan Skjöld og Steypustöðina. Þá hefur hann einnig starfað við auglýsinga- og þáttagerð í Japan.

Óráð fjallar um Inga, ungan fjölskylduföður sem er að reyna koma undir sig fótunum að nýju eftir að hafa orðið valdur að hræðilegu slysi. Þegar hann finnur leigjanda látinn í Airbnb íbúð sinni fer að halla undan fæti hjá honum. Dularfullir hlutir fara að gerast þegar Ingi reynir að púsla saman fortíð mannsins á sama tíma og hann forðast að gera upp sína eigin.

Þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Heiðdís Chadwick fara með helstu rullur myndar en í öðrum hlutverkum eru Steindi Jr., Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Kristbjörg Kjeld og Jóhann Sigurðsson.

Arró sér um handrit, leikstjórn og framleiðir hann einnig ásamt Frey Árnasyni, Arnari Benjamín Kristjánssyni, Claudia Grevsmuhl, Stefáni Lárusi Stefánssyni Guðrúnu Bryndísi Harðardóttur og Ólafi Darra Ólafssyni.

Eitt af því sem gerir myndina einkar sérstaka er að hún var að hluta til fjármögnuð með Bitcoin viðskiptum og er þetta því mögulega fyrsta íslenska kvikmyndin sem slík viðskipti hafa leitt af sér.

Stiklu myndar má finna hér að neðan:

 

 

Auglýsing

læk

Instagram