Auglýsing

Kvaddi bleika hárið í nýju tónlistarmyndbandi

Fyrir ekki svo löngu gaf akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí út tónlistarmyndband við hans nýjasta lag Pink Smoke. Myndbandið er listrænt og tjáir ótal tilfinningar. Stefán fer með einleik í verkinu og leiðir hann áhorfendur í gegnum mismunandi kafla lagsins með tilfinningaríkri framkomu sinni. Atburðarásin er á þann veg að sjaldan er mjög skýrt nákvæmlega hvað er á seyði eða hvernig þær aðstæður sem sjást komu til og þar af leiðandi er skilið eftir mikið rými til túlkunar.

Myndbandið vann Stefán Elí með Tjörva Jónssyni. Stefán leikstýrði myndbandinu en Tjörvi sá um tökur og klippingar.

Stefán Elí hefur verið afskaplega duglegur við útgáfur síðastliðna mánuði og einnig hefur hann komið mikið fram. Frá og með október 2018 hefur Stefán gefið út 7 lög sem má finna á öllum helstu streymisveitum veraldarvefsins. Í sumar hefur Stefán Elí spilað mikið og þ.á.m. haldið eigin tónleika í Davíshúsi og komið fram á Sparitónleikum Einnar með öllu á Akureyri þar sem hann spilaði fyrir framan mörg þúsund manns.

Tjörvi hefur verið á fullu flugi þegar kemur að myndbandagerð sinni og ljósmyndun. Hann hefur t.d. tekið upp og klippt efni fyrir ótal fyrirtæki, séð um myndbandstökur tónleika og tónlistarflutnings, skapað eigin myndbönd og vinnur nú að sjónvarpsþáttunum “Ég um mig” þar sem svo skemmtilega vill til að Stefán Elí er annar þáttastjórnenda.

Pink Smoke myndbandið hefur fram að þessu hlotið afskaplega góðar viðtökur sem og tónlist Stefáns Elís upp á síðkastið.

Hér að neðan má horfa á myndbandið á YouTube

Pink Smoke á Spotify

Stefán Elí á Spotify

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing