Leiðsögumaðurinn um ísbjörninn: „Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið ísbjörn eða kind, allavega var þetta eitthvað stórt og óvenju hvítt“

Enn hefur leitinn að hvítabirninum sem franskir ferðamenn tilkynntu um að hafa séð í gær engan árangur borið. Ef björninn finnst ekki í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar verður leit hætt í bili. Leiðsögumaðurinn David Zehla er annar þeirra sem kom auga á dýrið en hann segist ekki vera alveg viss um hvort þetta hafi verið ísbjörn eða kind. Þetta hafi allavega verið eitthvað stórt og óvenju hvítt.

Zehla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar rekur hann atburðarrásina sem átti sér stað þegar þeir komu auga á dýrið.

Zehla segir þá vini hafa verið að veiða sunnan við Hraunhafnará þegar annar þeirra kemur auga á ísbjörn í 60 til 70 metra fjalægð. Þeir hafi orðið svo skelkaðir við uppgötvunina að ekki hafi verið tími til að staðfesta að um ísbjörn hafi verið að ræða en Zehla segist hafa sé „eitthvað mjög stórt og óvenju hvítt.“ Vinur hans hafi verið handviss um að um ísbjörn hafi verið að ræða.

Þeir köstuðu aflanum og hlupu í átt að bílnum sem hafi verið í fjögurra kílómetra fjarlægð. Aðstæður hafi verið erfiðar vegna landslagsins sem var ójafnt en hagstæður vindur hafi hjálpað þeim.

„Við erum enn ekki vissir hvort þetta hafi verið ísbjörn eða ekki. Ef ekki þá var þetta sennilega ógnvænlegasta kind allra tíma og veiðimenn munu gera grín að okkur. Það kemur í ljós,“

Auglýsing

læk

Instagram