„Leyfum strákum að læra og upplifa allar tilfinningar“

[the_ad_group id="3076"]

Við megum aldrei gleyma að karlmenn þurfa líka á jafnréttisbaráttunni að halda. Karlmenn gráta, geta orðið andlega veikir, eru líka lagðir í einelti og svo margt fleira sem samfélagið hefur verið svo alltof lengi að átta sig á.

Við viljum vekja athygli á instagram síðuna Karlmennskan. Tilgangur þeirra er að frelsa karlmenn undan og styðja við femíníska jafnréttisbaráttu. Munum femínistar geta ekki verið femínistar án þess að styðja jafnréttisbaráttu beggja kynja.

Karlmennskan birti þessa mynd með áhrifamiklum texta á síðu sinni í gær. Hlustum og huggum strákana okkar þeir eiga það líka skilið <3

„Kannski hafa karlmennskuhugmyndirnar svo afdrifarík og alvarleg áhrif á karlmenn að tilfinningagreind þeirra og samkennd fær ekki að þroskast. Þess í stað þróast einstaklingar með bældar tilfinningar og reiðivanda, sem brýst út með ýmsum hætti.
Leyfum strákum að læra og upplifa allar tilfinningar. Það mun ekki gera þá að aumingjum. Heldur mjög sennilega gera þá færari í að takast á við lífið.“

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram