Auglýsing

Victoria Secret réði fyrstu Trans fyrirsætuna sína

Brasilíska fyrirsætan Valentina Sampaio var nýlega ráðin sem fyrirsæta hjá Victoria Secret. Hún mun vera fyrta transgender fyrirsætan sem hefur starfað hjá Victoria Secret. Fyrirsætu bransinn hefur lengi vel ekki haft „pláss“ fyrir fyrirsætur sem falla ekki undir hina hefðbundnu hugmynd um „venjulega fyrirsætu“.

Valentina sýnist hæstánægð með nýja samninginn en sjá má það á myndum hennar á instagram þar sem hún notar millumerkið #diversity. Til hamingju Valentina þetta er risastórt skref fyrir tískuheiminn og þá sérstaklega Victoria Secret. Því það var ekki nema í fyrra þar sem að Ed Razek yfir markaðsstjóri L Brans fyrirtækisins sem á VS sagði að transmódel eigi ekki heima í „fantasíunni“ sem Victoria Secret er. En eins og máltækið segir „batnandi mönnum er best að lifa“, fögnum fjölbreytileikanum.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing