Lítil sprenging varð á svæði stuðningsfólks liða á EM, svokölluðu Fan Zone, í París í kvöld. Engin hætta reyndist á ferðum en mikil hræðsla greip um sig á meðal fólks, sem flúði í allar áttir. Svo virðist sem einhver hafi kveikt í flugeldi.
Atli Már Gylfason blaðamaður segir á Facebook-síðu sinni að þúsundir Íslendinga hafi flúið það sem talið var sprengja inni á FanZone í París.
Fjölmargir þurftu að skilja eftir eigur sínar og missti bróðir minn meðal annars símann sinn. Það eru allir heilir á húfi eftir því sem best er vitað. Farið varlega í París.
Fótboltamaðurinn Guðjón Baldvinsson var á staðnum og tísti um málið á Twitter.
Það varð lítil sprenging á fanzone og það varð algjört uppþot! Menn hlupu yfir girðingar og maður varð næstum undir troðningnum! Svakalegt!!
— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) July 2, 2016
Fólk hélt að þetta væri hryðjuverk en þetta var bara false alarm, roooosleg hræðsla og fanzone-ið er tómt
— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) July 2, 2016
Svo virðist sem einhver hafi kveikt í flugeldi inni á svæðinu sem sprakk, með fyrrgreindum afleiðingum
Til gæjans sem kveikti á flugeldum í fanzone-inu í París: Þér er ekki boðið í afmælið mitt!
— Willard (@willlllard) July 2, 2016