Lög um jöfn laun fótboltafólks í kjölfar sigurs Bandaríkjanna á HM kvenna í knattspyrnu

Ríkisstjóri New York Andrew Mark Cuomo skrifaði í dag undir frumvarp um  launajafnrétti fótboltafólks í New York-ríki. Sigur kvennaliðs Bandaríkjanna á HM hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Þetta er í fjórða skipti sem kvennaliðið vinnur til sigurs, en karlalið Bandaríkjanna hefur hinsvegar aldrei unnið HM.

Áhorfendur úrslitaleiksins fögnuðu sigrinum með því að hrópa „equal pay“ eða „jöfn laun“ til að vekja athygli á þeim mikla mun sem er á launum karla og kvenna í knattspyrnu í Bandaríkjunum og annarsstaðar í heiminum.

Cuomo tilkynnti í dag að nú myndi launamunurinn verða enginn með því að skrifa undir ný lög þar sem félagslið í New York sem stilla upp karla- og kvennaliðum beri nú þá skildu til að borga leikmönnum sínum jöfn laun því nú sé ólöglegt að mismuna leikmönnum á grundvelli kyns.

Cuomo sagði í ræðu sinni í dag:

„We are going to brake the glass ceiling, and there performance shows how unfair the system is. There is no rationale why the women should not get paid what men get paid,“ eða  „Við ætlum að brjóta þetta glerþak. Frammistaða þeirra hefur sýnt okkur hversu ósanngjarnt þetta er. Það eru engin rök fyrir því að konur fái ekki greitt það sama og karlar fá greitt“. Í lokin bætti hann því við að FIFA og Bandaríska knattspyrnusambandið hefði komið illa fram við landsliðskonurnar hingað til. Ræðuna endaði hann með því að segja „equal pay, equal world“  eða „jöfn laun, jafn heimur“ samtímis og hann lyfti upp skjali um staðfestingu laganna.

 

Auglýsing

læk

Instagram