Auglýsing

Lögreglan fékk tilkynningu um rænulausan mann á almannafæri í Reykjavík: Reyndist vera túristi í sólbaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt og til klukkan 17:00 í dag ef marka má dagbók hennar sem var send fjölmiðlum núna síðdegis. Þar af var einn sem hringdi í Neyðarlínuna með algjöran uppspuna sem kallaði á útkall lögreglu og slökkviliðs. Var hann kærður fyrir að blekkja viðbragðsaðila með tilkynningu sinni.

Þá var tilkynnt um rænulausan mann á almannafæri en sá reyndist vera ferðamaður sem var að sólbaða sig í þessu góða veðri.

Hér eru verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skipt niður eftir hverfum.

Lögreglustöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

Innbrot á veitingastað. Ýmsum verðmætum stolið. Málið er í rannsókn.
Eignaspjöll á húsnæði í miðborginni.
Innhringjandi í samræmda neyðarsvörun (112 og fjarskiptamiðstöð lögreglu) kærður fyrir að blekkja viðbragðsaðila með tilkynningu sinni sem var brugðist við af bæði lögreglu og sjúkraliði og reyndist vera uppspuni.
Tilkynnt um rænulausan mann á almannafæri. Reyndist vera erlendur ferðamaður að sólbaða sig í þessu ágæta veðri.
Ökumaður kærður fyrir að aka um á negldum hjólbörðum.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

Hestur flúði úr prísund sinni, þ.e. afgirtu hestasvæði, og spókaði sig m.a. um á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem óku þar um. Vanur hestamaður hafði komið dýrinu í taum áður en lögreglu bar að garði. Eigandinn gaf sig svo fram.
Ökumaður kærður fyrir að aka án gildra ökuréttinda.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti fyrir sömu sakir. Laus að blóðsýnatöku lokinni.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

Innbrot og þjófnaður á dvalarheimili. Málið er í rannsókn.
Innbrot í bifreið. Málið í rannsókn.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

Falsað reiðufé haldlagt. Málið er í rannsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing