Lögreglan í Blackpool fann tvífara Ross og heldur áfram að grínast

Lögreglan í Blackpool greindi í nótt frá því að maður sem rændi veitingastað í borginni hefði fundist. Málið vakti mikla athygli í netheimum þar sem maðurinn sem lýst var eftir þykir afskaplega líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer sem sló í gegn á sínum tíma sem Ross í sjónvarpsþáttunum Friends.

Lögreglan lýsti eftir manninum á samfélagsmiðlum í vikunni og lét fylgja með mynd úr öryggismyndavél veitingastaðarins. Athugasemdirnar byrjuðu fljótt að flæða inn þar sem fólk benti þeim á að þarna væri á ferðinni Ross Geller. Margir stórskemmtilegir brandarar tengdir þáttunum sívinsælu birtust í athugasemdarkerfi lögreglunnar.

Sjá einnig: David Schwimmer gefur fjarvistarsönnun vegna ránsins í Blackpool: „Eins og þið sjáið þá var ég í New York“

Í færslu lögreglunnar þar sem tilkynnt er að maðurinn sé fundinn er einnig slegið á létta strengi þar sem vísað er í talsmáta Chandlers Bing, vinar Ross úr þáttunum.

„Gæt­um við VERIÐ þakk­lát­ari fyr­ir viðtök­urn­ar við mynd­inni úr eft­ir­lits­mynda­vél­inni eft­ir þjófnaðinn á veit­ingastaðnum í Blackpool?“ spyr lög­regl­an í færslunni sem ætti að vekja lukku meðal dyggra aðdá­enda þáttanna.

Auglýsing

læk

Instagram