FRIENDS REUNION á Emmy hátíðinni gekk ekkert sérstaklega vel að mati netverja – myndband!

[the_ad_group id="3076"]

Það er einlæg ósk allra Friends aðdáenda að leikhópurinn komi aftur saman í einhvers konar framhaldsþætti. Á Emmy verðlaunaafhendingunni var Jennifer Aniston tilnefnd og var einnig fengin til að kynna úrslit í einum verðlaunaflokki.

Kynnir kvöldsins Jimmy Kimmel hringdi því myndavélasímtal til Aniston á meðan hátíðinni stóð. Úr því var búinn til ágætis brandari um að Jennifer Aniston og Cortney Cox byggju á sama heimili (alveg eins og Monica og Rachel í Friends). Lisa Kudrow og gervi-Ross (Jason Bateman) tóku einnig þátt í fjörinu.

Mörgum fannst þetta skemmtilegt uppátæki og jafnvel svolítið fyndið. Það er þó óhætt að segja að brandarinn hafi liðið fyrir það sem myndi kallast tímatöf (delay) á símtalinu. Það var því óþægileg þögn á milli Jimmy Kimmel og Friends-leikaranna sem var ekki að hjálpa brandaranum.

[the_ad_group id="3077"]

Það voru engir áhorfendur að hátíðinni svo það var enginn hlátur – heldur dauðaþögn ólíkt í Friends þáttunum þegar salurinn hlær á réttum stöðum.

Þó það sé ekkert athugavert við að leikarar fari í lýtaaðgerðir þá eru flestar athugasemdfir frá netverjum um að þær stöllur hafi ofgert breytingum og líkist sjálfum sér ekki lengur.

Þrátt fyrir þessa hörðu gagnrýni frá sumum netverjum þá er alltaf skemmtilegt þegar það kemur eitthvað nýtt frá Friends-leikarahópnum – enda þátturinn einn sá vinsælasti í sögunni.

Auglýsing

læk

Instagram