Margir vilja taka systkinin í Keeping Up With the Kattarshians að sér

Margir vilja taka að sér systkinin Bríeti, Guðna, Ronju og Stubb, stjörnurnar í raunveruleikaþættinum Keeping Up With the Kattarshians, þegar þátttöku þeirra í þættinum lýkur.

Hér er hægt að fylgjast með kettlingunum.

Kettlingarnir hafa verið í beinni útsendingu í viku og náð að heilla fjölmarga upp úr skónum. Áður en þeir fluttu í húsið sitt bjuggu þeir í Kattholti og munu starfsmenn þar sjá um að koma þeim á heimili.

Starfsmaður Kattholts segir í samtali við Nútímann að margir hafi haft samband og óskað eftir því að fá að taka að sér kettling. Áður en sýningar á þættinum hófust var búið að ákveða að Ronja litla, grái og hvíti kettlingurinn, færi til dýrahjúkrunarfræðings sem hlúði að henni þegar hún veiktist.

Bríet, Guðni og Stubbur eru ekki komin með heimili, þrátt fyrir að margir hafi sýnt áhuga. Ástæðan er sú að enginn þeirra verður tekinn frá á meðan þeir eru enn í Keeping Up With the Kattarshians. Þau sem vilja taka þá að að sér eru hvött til að fylgjast vel með þegar tilkynnt verður um flutning kettlinganna úr húsinu en þá verður hægt að ráðstafa þeim.

Auglýsing

læk

Instagram