Miklar breytingar hafa verið gerðar á atriði Íslands í Eurovision, upptöku með atriðinu lekið á netið

Auglýsing

Búið er að gera miklar breytingar á atriði Íslands í Eurovision frá því að Svala Björgvinsdóttir sigraði með lag sitt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í Laugardalshöll í mars. Svala verður þó eins og áður ein á sviðinu þegar hún flytur lag sitt Paper.

Þetta kom fram í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV á föstudaginn en Svala var einn af gestum þáttarins.

„Við vildum aðeins breyta til og vinna með það sem við höfum úti, stærra svið og meira hægt að gera. Við vildum gera þetta flottara og stærra og erum að vinna náið með þeim úti í Kiev og svo erum við með teymið okkar hér,“ sagði Svala meðal annars.

Í þættinum lagði Svala mikla áherslu á að segja ekki of mikið frá breytingunum þar sem hún vildi að atriðið myndi koma á óvart.

Auglýsing

„Ég vil halda þessu svolítið surprise, þetta kemur í ljós. Ég er allavega mjög ánægð með þetta, við erum búin að vinna mikið að þessu. Ég er mjög spennt að sýna þetta, hvernig þetta mun líta út. Við erum ekki að tala um að það sé himinn og haf breyting, þetta er bara þannig að við vildum aðeins boosta upp atriðið til þess að nýta allt sem er til staðar þarna,“ sagði Svala. Hún verður líkt og áður segir áfram ein á sviðinu en í öðrum búningi.

Fram kom á vef RÚV í gær að upptöku, þar sem atriðið Íslands er prufukeyrt með staðgengli, hefði verið lekið á netið. Skipuleggjendur Eurovision líta málið alvarlegum augum.

„Það hefur einhver verið í salnum sem átti ekki að vera þar, tekið atriðið upp og einfaldlega sett upptökuna á netið,“ sagði Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, í samtali við RÚV. Upptakan endaði á YouTube og var búið að horfa nokkuð á hana og skrifa athugasemdir þegar upp komst um lekann.

Um er að ræða svokallaða sviðsæfingu þar sem úkraínsk söngkona flutti lagið í stað Svölu. Æfingin er gerð til þess að undirbúa þá sem sjá um tæknimál keppninnar. Myndskeiðið sem fór á netið sýnir ekki atriðið í heild sinni en grafíkin sem notuð er sást aftur á móti vel.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram