Milljarðamæringur lést í typpastækkunaraðgerð

Demantakaupmaðurinn Ehud Arye Laniado lést í miðri typpastækkunaraðgerð í París fyrir skömmu. Hann fékk hjartaáfall á meðan aðgerðin stóð yfir, rétt eftir að óþekktu efni var sprautað í lim hans, samkvæmt belgíska fjölmiðlinum GVA.

Laniado var 65 ára gamall og hafði ríkisborgararétt í Belgíu og Ísrael. Samkvæmt GVA var Laniado mjög upptekinn af því að hann væri smávaxinn og hafði miklar áhyggjur af áliti annarra. Hann á líka að hafa athugað stöðuna á bankareikningnum sínum mörgum sinnum á dag til að láta sér líða betur.

Ekki er vitað hversu ríkur Laniado var í raun og veru, en hann náði mikilli velgengi við að meta og selja demanta. Árið 2015 bar hann ábyrgð á sölu á dýrasta demanti heims, „Blue Moon of Josephine“, sem seldist fyrir 48,4 milljón dollara. Samkvæmt Daily Mail átti hann líka dýrustu þakíbúð í Mónakó, sem er um 40 milljón dollara virði. Á sama tíma skuldaði hann og viðskiptafélagi hans líka 4,6 milljarða evra vegna vangreiddra skatta í Belgíu. Félagarnir áttu að koma fyrir rétt 14. mars.

Auglýsing

læk

Instagram