Minnsti drengur sögunnar kominn heim

Auglýsing

Lítill drengur sem fæddist fyrir tímann og var bara 268 grömm þegar hann kom í heiminn er kominn heim til sín, heill heilsu. Hann er talinn minnsti karlkyns fyrirburi sem sem hefur komist heilbrigður heim, samkvæmt vef BBC.

Læknar á Keio-háskólasjúkrahúsinu í Japan framkvæmdu keisaraskurð á móður hans í ágúst, því drengurinn var ekki að dafna eðlilega og var í lífshættu. Hann útskrifaðist svo af gjörgæslu tveimur mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag, en þá var hann var búinn að margfaldast í stærð, vó 3,2 kg og var farinn að nærast eðilega. Drengurinn fæddist eftir 24 vikna meðgöngu, svo hann eyddi fimm mánuðum á spítala.

Samkvæmt lækninum hans er drengurinn minnsti karlkyns fyrirburi sem hefur verið útskrifaður af spítala. Hann vildi sýna að það sé möguleiki á að börn geti yfirgefið spítalann við góða heilsu, jafnvel þó þau fæðist smá.

Gamla metið tilheyrði þýskum dreng sem var 274 grömm þegar hann fæddist, en minnsti fyrirburi sem hefur lifað er þýsk stúlka sem fæddist árið 2015 og var aðeins 252 grömm.

Auglýsing

Samkvæmt Keio-háskólasjúkrahúsinu eru lífslíkur barna sem vega minna en kíló við fæðingu 90% í Japan. Talan lækkar hins vegar í 50% ef þau eru léttari en 300 grömm.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram