Mugison, Svala og JóiP x Króli á Innipúkanum í ár

Auglýsing

Miðsala er hafin á tónlistarhátíðina Innipúkan sem haldin verður í 17. sinn um verslunarmannahelgina. Meðal þeirra sem koma fram eru JóiP x Króli, Svala, Logi Pedro, GRIL PWR og Mugison.

Aðaldagskrá tónlistarhátíðarinnar fer fram innandyra, eins og nafnið gefur til kynna, og að þessu sinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum við Naustina í Kvosinni. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, dagana 3. til 5. ágúst.

Ókeypis götuhátíðardagskrá verður opin öllum yfir hátíðardagana í nálægð við tónleikastaðina þar sem boðið verður upp á gamalreynda dagskrárliði á borð við pub quiz Innipúkans, árlega listamarkaði, plötusnúða og veitingasölu.

Þessir listamenn munu koma fram en fleiri nöfn verða tilkynnt á næstu vikum.

Bjartar sveiflur

Auglýsing

Bríet

GDRN

Geisha Cartel

GRL PWR (Salka Sól, Elísabet Ormslev, Karitas Harpa, Karó, Stefanía Svavars og Þuríður Blær)

Hatari

JóiP x Króli

Logi Pedro

Mugison

Prins Póló

Rari Boys

Svala

Sykur

Une Misère

Yung Nigo Drippin

Hægt er að kaupa miða á Innipúkan hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram