Myndband: Ruglaðist tvisvar á sama nafninu á einni mínútu á Alþingi: „Proppéson???“

Auglýsing

Á Alþingi eru tveir þingmenn með eftirnafnið Proppé; annars vegar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og hins vegar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Þeir eru samt ekki feðgar. En þeir eru frændur.

Þetta getur valdið misskilningi. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, stýrði umræðum í gær og ruglaðist aðeins þegar Kolbeinn Proppé var á leiðinni í pontu. Hann byrjaði á því að kalla hann Kolbein Óttar Proppé en leiðrétti það svo í Kolbein Proppéson, áður en rétt nafn kom loksins.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram