Netflix staðfestir nýja þáttaröð af Stranger Things

Ný þáttaröð af yfirnáttúrulegu spennuþáttunum Stranger Things er væntanleg á næsta ári. Þetta staðfesti afþreyingarrisinn Netflix á Twitter rétt í þessu.

Í Stranger Things fylgjumst við með hópi drengja sem komast á snoðir um skuggalegt samsæri stjórnvalda eftir að vinur þeirra týnist. Ung stúlka með yfirnáttúrulega krafta kemur við sögu og spennan verður á tímabili yfirþyrmandi.

Þættirnir slógu í gegn á Netflix í sumar og um leið og fólk kláraði að horfa á þættina fóru vangaveltur um nýja þáttaröð af stað. Nútíminn greindi frá því á dögunum að Reed Hastings, forstjóri Netfix, hafi sagt að það yrði heimskulegt að gefa ekki grænt ljós á aðra seríu af Stranger Things.

Sjá einnig: Forstjóri Netflix segir að það væri heimskulegt að gera ekki nýja þáttaröð af Stranger Things

Lítið fæst upp gefið um nýja þáttaröð. Matt og Ross Duffer, skaparar þátttanna, hafa þó sagt að Barb fái réttlæti í nýjum þáttum.

Þá greindi Entertainment Weekly frá því á dögunum að fjórar nýjar aðalpersónur bætist við í nýrri þáttaröð og áhrifin verði sótt víðar, meðal annars úr smiðju James Cameron sem leikstýrði klassískum myndum á borð við Terminator og Aliens.

Auglýsing

læk

Instagram