Ný stikla úr væntanlegri Cats mynd vekur athygli: „Hvað er að mannkyninu?“

Auglýsing

Stikla fyrir endurgerð söngvamyndarinnar Cats kom út í gærkvöldi og hefur hún vakið mikla athygli. Með aðstoð tölvutækninnar hefur leikurum myndarinnar verið breytt í einhverskonar blöndu af köttum og mönnum og útkoman er vægast sagt athyglisverð.

Söngleikurinn Cats eftir Andrew Lloyd Webber er einn sá vinsælasti í sögunni. Tom Hooper mun leikstýra myndinni en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Les Misérables, the Danish Girl og The Kings Speech. Auk þess eru margir stórleikarar sem leika í myndinni eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden.

Kvikmyndaáhugamenn virðast þó eiga erfitt með að líta framhjá útliti sögupersónanna í nýju stiklunni en margir hafa tjáð sig um hana á Twitter síðan hún kom út. Hér að neðan á sjá stikluna og brot úr umræðunni á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram