Ný tónlist frá Svölu Björvins: samstarf við Reykjavíkurdætur og nýtt myndband

Auglýsing

Það er mikið að gera hjá Svölu Björgvins um þessar mundir en hún er nýbúin að gera samning við plötufyrirtækið Sony DK um að dreifa tónlist hennar erlendis. Í nótt kom síðan út lagið „Ekkert Drama“ sem er samstarfsverkefni rapphljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur og Svölu. Einnig kom út nýtt lag og myndband frá Svölu sjálfri en það heitir „For The Night“.

Sjá einnig: Svala Björgvins skrifar undir samning hjá Sony í Danmörku

Lagið „Ekkert Drama“ samdi Svala með Reykjavíkurdætrum en samstarfið kom til eftir að hún steig á svið með hljómsveitinni á Menningarnótt á síðasta ári að því er kemur fram í frétt Albumm. Svala hefur verið aðdáandi Reykjavíkurdætra í langann tíma en lagið fjallar um að styðja við bakið á hvorri annarri og vera ekki með drama

Lagið er komið út á Spotify, hlustaðu á það hér að neðan

Auglýsing

Það styttist einnig í útgáfu nýrrar EP plötu frá Svölu, hennar fyrstu sólóplötu í nokkurn tíma en hún hefur undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Steed Lord og Blissful. Lagið „For The Night“ er fyrsta lagið af komandi plötu en það fjallar um freistingar og það þegar maður heldur að maður sé komin yfir manneskju en um leið og maður hittir hana aftur stenst maður ekki freistinguna að sögn Svölu.

Lagið er samið af Svölu, Einari Egils og Ryland Blackinton en Saga Sigurðardóttir leikstýrir myndbandinu

Lagið er komið út á Spotify og myndbandið er hér að neðan

Svala spilar á Mývatni í kvöld klukkan 11 og á LungA á Seyðisfirði á morgun.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram