today-is-a-good-day

Ný viðbót á Facebook og Instagram gerir notendum kleift að takmarka tíma sinn í forritunum

Facebook og Instagram eru í þann mund að fara að gefa út nýja viðbót við forrit sín sem gerir notendum kleift að sjá hversu mikill tími fer í notkun samfélagsmiðlanna og takmarka tímann sem þeir eyða þar hverju sinni. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Þar er bent á að tilkynningin komi í kjölfar áhyggja af því að mikil notkun á samfélagsmiðlum geti haft neikvæð áhrif á geðheilsu notenda. Nýja viðbótin sýnir notendum hversu lengi þeir hafa verið á samfélagsmiðlinum hverju sinni.

Notendur geta stillt fyrir fram hvenær þeir ætli sér að hætta og fá svo áminningu þegar sá tími er liðinn. Einnig verður auðveldara fyrir notendur að slökkva á tilkynningum frá miðlunum í skilgreindan tíma.

Ekki eru allir sannfærðir um að viðbótin muni hafa tilætluð áhrif en Grant Blank, sérfræðingur hjá Oxford Internet stofnuninni segir í samtali við Newsbeat að þetta sé ekki róttæk breyting og að hann efist um að viðbótin muni breyta notkun fólks á samfélagsmiðlum.

Facebook birti bloggfærslu í desember þar sem forsvarsmenn viðurkenndu að það gæti haft slæm áhrif fyrir fólk að verja of miklum tíma á samfélagsmiðlinum.

Auglýsing

læk

Instagram