Auglýsing

Nýjar vegan jólaverur kynntar: „Þau læðast inn í fjárhúsin og frelsa þar fé“

Samtök grænkera á Íslandi munu í desember birta nýja jólasveina og jólastúlkur sem eru væntanleg til byggða. Þessar jólaverur eru vegan en fyrstur til byggða er Lambafrelsir.

Hugmyndin að nýju jólaverunum kviknaði hjá Sigvalda Ástríðarsyni og hefur síðan þróast og tekið breytingum á samfélagsíðum grænkera og er nú loksins orðnir að veruleika.

Í tilkynningu á Facebook síðu Samtaka grænkera á Íslandi segir: „Nýir jólasveinar og jólastúlkur eru á leið til byggða. Þau eru væn og græn og hverra manna hugljúfust. Þau læðast inn í fjárhúsin og frelsa þar fé, hvísla að hænunum og klappa jólakettinum sem er steinhættur að éta börn og malar nú sáttur upp við ofn.“

„Jólaverurnar munu birtast einar af öðrum á síðu Samtaka grænkera og þar gefst fólki kostur á að semja um þau vísur. Einnig verða í boði jólakort og merkimiðar á næstu dögum,“ segir Valgerður Árnadóttir sem situr í stjórn samtakanna í samtali við Fréttablaðið í dag.

Árni Jón Gunnarsson tók það að sér að teikna Jólaverurnar en á meðal þeirra sem eru væntanlegar til byggða eru Berjatína, Ljúfur, E-efnagægir og Hummusgerður.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing