Auglýsing

Nýjasta myndskeiðið af óþekktu fljúgandi fyrirbæri: „Marglytta“ flaug yfir herstöð Bandaríkjanna

Upptaka frá herstöð Bandaríkjanna í Írak hefur vakið heimsathygli en hún er talin sýna geimveru á flugi en þetta óþekkta fljúgandi fyrirbæri (UFO) hefur opinberlega fengið nafnið „marglyttan.“

Myndskeiðið leit dagsins ljós fyrir rúmri viku síðan en það var tekið upp í október árið 2018. Það var rannsóknarblaðamaðurinn Jeremy Corbell sem birti myndbandið á YouTube-rás sinni en hann hafði rætt það opinberlega áður eftir að hafa tekið viðtöl við bandaríska hermenn sem voru á vakt umrædda nótt. Það var svo í byrjun árs sem hann fékk myndskeiðið sjálfur í hendurnar og birti um leið.

„No comment“

Allir helstu fréttamiðlar í heiminum hafa sagt frá myndskeiðinu, þar á meðal USA Today en það sýnir hlut sem líkist helst marglyttu fljúga yfir herstöðina og yfir vatn þar sem fyrirbærið sökk. Sautján mínútum síðar rís það upp úr vatninu og flýgur í burtu á ógnarhraða. Bandaríska varnarmálaráðuneytið, sem stundum er kallað Pentagon, vildi ekki tjá sig um myndskeiðið þegar eftir því var leitað sem þykir benda til þess að um raunverulega upptöku sé að ræða.

Fyrst um sinn hélt Corbell og fleiri að um blöðru væri að ræða en eftir að hafa horft á það og hlustað á sjónarvotta þá er þessi frægi UFO-rannsóknarblaðamaður þess fullviss að þar hafi verið á ferðinni eitthvað sem ekki er af þessum heimi. Sjónarvottar lýstu „fótum“. hlutarins sem stífum og kyrrstæðum þrátt fyrir að vera á fleygiferð en myndskeiðið er tekið upp á háþróaðan búnað herstöðvarinnar sem ætlað er að gæta öryggis þeirra sem þar starfa.

Athyglisverðasta myndskeiðið hingað til

Þá segir einnig í umfjöllun miðla úti um allan heim að umræddur búnaður skynji hitabreytingar á þeim hlutum sem það tekur upp og að „marglyttan“ hafi verið ísköld en svo allt í einu mjög heit – hitabreytingar sem enginn kann skýringar á en hægt er að sjá á myndskeiðinu því litur fyrirbærisins fer frá svörtum yfir í hvítan á örskömmum tíma.

Þótt myndefnið sé sannfærandi, veldur „no comment“ yfirlýsing frá Pentagon því að bæði fréttamiðlar og UFO-áhugamenn tala um þetta sem eina skýrustu og nýjustu sönnun þess að við erum ekki ein í alheiminum.

Eins og oft gerist í slíkum tilvikum – þar sem stjórnvöld neita að tjá sig – skilur þetta myndskeið eftir fleiri spurningar en svör, og nærir áframhaldandi umræður og getgátur um óþekkt fljúgandi fyrirbæri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing