Nýr íslenskur hrollvekjuþáttur væntanlegur

Hrollvekjubækurnar Vetrarfrí og Vetrarhörkur munu brátt verða að sjónvarpsþáttaröð en höfundur bókanna Hildur Knútsdóttir greinir frá þessu á Instagram síðu sinni í dag.

Það er RVK Studios sem framleiðir þættina en það eru leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir og fóstbróðirinn Sigurjón Kjartansson sem skrifa þættina ásamt Hildi.

Bækurnar segja frá systkinunum Bergljótu og Braga sem þurfa að breyta plönum sínum um vetrarfrí kjölfar þess að furðuleg plága brýst út. Vetrarfrí var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2016. Í umsögn fjöruverðlaunanna segir:

Vetrarfrí er spennandi unglingabók með sterka samsvörun til nútímans og heimsmálanna. Bókin færir þær hörmungar sem fylgja lífi flóttamannsins nær unglingum og lesendum. En þó að sagan lýsi óhugnaði og blóðugu ofbeldi er mikill húmor í henni og því um leið líka stórskemmtileg.

Fyrir stuttu kom út fyrsta bókin í nýjum þríleik Hildar, Ljónið, en áður hefur hún meðal annars gefið út bækurnar Sláttur (2011) og Hola Lovers (2010)

Auglýsing

læk

Instagram