Nýtt lag frá Baggalút fjallar um frekan kall: „Ef maður finnur stæði, er best að leggja í bæði”

Hljómsveitin Baggalútur sendi í dag frá sér nýtt lag sem heitir Sorrí með mig. Lagið er nú aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify.

Texti og nótur lagsins birtust í gær á vef Baggalúts og í morgun birtist lagið á Spotify. Baggalútsmenn eru þekktir fyrir stórskemmtilega texta í lögum sínum og textinn við Sorrí með mig stendur svo sannarlega fyrir sínu.

Lagið er um frekan kall sem telur sig vera almennt góðan gaur og glaðlyndan vinnumaur. Hann vill ekkert veganbull og ekkert mjólkurkaffisull. Þá er hann ekki sáttur með góða fólkið sem er að skemma full mikið fyrir honum.

Skopmyndateiknarinn Lóa Hjálmtýsdóttir teiknaði myndina sem fylgir með laginu.

Hlustaðu á lagið

Auglýsing

læk

Instagram