Of Monsters and Men halda í tónleikaferðalag í haust

Auglýsing

Hljómsveitin Of Monsters and Men leggur af stað á tónleikaferðalag um verslunarmannahelgina til þess að kynna plötuna Fever Dream sem kemur út 26. júlí næstkomandi. Hljómsveitin mun ferðast um Bandaríkin, Kanada og Evrópu á ferðalaginu.

Um verslunarmannahelgina spila þau í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Í september ferðast þau um Bandaríkin og Kanada áður en þau færa sig yfir til Evrópu í október þar sem þau spila víðsvegar út nóvember. Í byrjun nóvember koma þau fram á Íslandi á Iceland Airwaves hátíðinni.

Sjá einnig: Of Monsters and Men hjá Jimmy Fallon í gær – Sjáðu magnaðan flutning þeirra

Miðar á tón­leik­a sveitarinnar í Evr­ópu fara í sölu á morg­un, föstu­dag­inn 14. júní.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram