Auglýsing

Ólafur Darri leikur á móti Jason Statham og Ruby Rose í hákarlamyndinni Meg

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í Hollywood-myndinni Meg. Hasarhundurinn Jason Statham, Ruby Rose, sem flestir þekkja úr þáttunum Orange is the New Black og Rainn Wilson úr bandarísku Office-þáttunum fara einnig með hlutverk í myndinni.

Myndin fjallar um áhættusama leit að risahákarlinum megalodon. Jason Statham fer með hlutverk kafara sem á frumkvæðið að leitinni en persóna Ólafs Darra kallast The Wall, samkvæmt IMDB.

Á Vísindavefnum kemur fram að fyrir fáeinum milljónum ára hafi stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Carcharodon megalodon synt í úthöfunum.

Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslarinnar og stærstur svokallaðra ránhákarla.

Jon Turteltaub leikstýrir myndinni sem verður frumsýnd árið 2018.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing