today-is-a-good-day

Óli Stef fer á kostum með með söng og trommu að vopni – Sjáðu myndbandið

Myndband af Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta hefur vakið mikla athygli. Ólafur hélt sögustund fyrir eldri borgara í Valsheimilinu í síðasta mánuði sem sló í gegn. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, segir að eldri borgararnir hafi kolfallið fyrir sögustund Ólafs. Þetta kemur fram á Vísi.

Myndband frá sögustundinni rataði á Facebook en þar er Ólafur með hatt og slær á trommu á meðan hann kyrjar texta. Sögustundin er liður í heilsueflingu eldra fólk en Ólafur leggur áherslu á slökun og andlegt heilbrigði.

Sigríður segir að sögustundin sé einnig áminning um að taka lífinu ekki of alvarlega og að það sé í lagi að vera stundum pínu flippaður í viðtali við Vísi.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram