Páll Magnússon stendur sig í gæslunni á Þjóðhátíð: „JóiPé hélt að hann gæti valsað armbandslaus inn í Dalinn, okkar maður var á öðru máli“

Rapparinn JóiP kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær eins og margir tónlistarmenn gera um þessa helgi. Erfiðlega gekk hins vegar fyrir hann að komast inn á svæðið því Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í gæslunni við innganginn inn í dalinn og ætlaði aldeilis ekki að hleypa rapparanum inn án þess að vera með armband. Edda Sif dóttir Páls birti skemmtilegt myndband af atvikinu á Twitter.

Þau feðgin voru sjálfboðaliðar í gæslunni á Þjóðhátíð sem hófst í gær en hlutverk þeirra var að sjá til þess að allir þjóðhátíðargestir sem færu í dalinn væru með aðgangsarmbönd og af myndbandinu að dæma virðist Páll hafa tekið hlutverk sitt alvarlega.

„JóiP er að reyna að komast inn til þess að spila fyrir börnin en pabbi bara stoppaði hann,“ sagði Edda Sif í myndbandinu.

„Enginn inn nema með armband,“ svaraði Páll staðfastur eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram