Pamela Anderson sú síðasta til að fækka fötum í Playboy, sonurinn gaf henni fimmu

Auglýsing

Eilífðarkynbomban Pamela Anderson verður síðasta konan sem fækkar fötum í Playboy. Tímaritið tilkynnti í október að það ætli að hætta að birta nektarmyndir og lögmaður ritstjórans Hugh Hefner hafði samband við Anderson og bað hana um að taka að sér forsíðuna á síðasta nektarblaðinu.

Pamela segir í samtali við Entertainment Tonight að Playboy hafi ekki viljað neina aðra á forsíðuna. Playboy hyggst halda áfram að birta nektarmyndir á netinu en allsnaktar konur heyra brátt sögunni til í tímaritinu.

Pamela Anderson hefur 14 sinnum setið fyrir á forsíðu Playboy. Hún frétti af breytingunum á tímaritinu í gegnum son sinn. „Ég var bara: „Ha? Er þér alvara? en svo hugsaði ég með mér að þetta væri eflaust fyrir bestu,“ segir hún.

Það er erfitt að keppa við internetið. Og stúlkan í næsta húsi er ekki lengur til. Hún er bara að birta sjálfsmyndir á netinu. Það er engin dulúð lengur. Sjarminn er horfinn.

Hún segir í viðtalinu að hún hafi óttast viðbrögð sona sinna en bætir við að þeir styðji hana alla leið. Hún segir þá hafa hvatt sig til að sitja fyrir í tímaritinu og að annar hafi meira að segja gefið henni fimmu þegar hún sagði honum fréttirnar.

Auglýsing

Ljósmyndarinn Ellen von Unwerth tók myndirnar af Pamelu og hún segir að þær hafi skemmt sér vel í myndatökunni.

„Ég fór úr öllum fötunum og rúllaði mér niður brekku eins hratt og ég gat. Ég öskraði og hárið mitt og brjóstin fóru út um allt ásamt skónum,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram