Auglýsing

Rebel Wilson nýtur lífsins í Bláa Lóninu og Celine Dion syngur undir

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi og hefur verið dugleg að sýna frá ferð sinni á samfélagsmiðlum sínum. Í dag birti hún myndband á Twitter síðu sinni þar sem hún nýtur lífsins í Bláa Lóninu. Undir myndbandinu hljómar lagið My Heart Will Go On eftir kanadísku söngkonuna Celine Dion.

Wilson er að gista á nýju Retreat-hót­eli við Bláa lónið og fyrr í dag lofsamaði hún hótelið og tók sérstaklega fram að ekki væri um kostaða auglýsingu að ræða.

Sjá einnig: Rebel Wilson á Íslandi: Fór á snjósleða og borðaði vínarbrauð í skemmtilegu myndbandi

Hún sendi svo frá sér myndbandið úr Bláa Lóninu fyrir stuttu en eins og sjá má er hún heldur betur að njóta lífsins. Wilson segist hafa þurft að gera þetta myndband af því að hótelið hafi verið það besta. Hún hafi náð að slaka virkilega vel á og hana langi til þess að deila reynslunni með öðrum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing